Íþrótta-, tónlistarskóla og frístundastarf

9.10.2020

Íþrótta-, tónlistarskóla og frístundastarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins tekið þá ákvörðun að fella niður alla íþróttakennslu í skólum sem og allt starf þar sem blöndun ólíkra aldurshópa á sér stað.
Allt íþróttastarf innandyra er fellt niður sem og skólasund. Öll íþróttakennsla í skólum mun fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna.
Þar sem blöndun á sér stað í starfi á milli aldurshópa ber að aðlaga það þessum aðstæðum og fellur niður öðrum kosti:
• Frístundastarf
• Tónlistarstarf
Verið er að slá skjaldborg um börn, starfsfólk grunnskóla og skólastarf. Andstæðingurinn er veiran og það er mikilvægt að sýna samstöðu og leggja allt á vogarskálarnar til að fækka smitum.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is