Göngum í skólann
Verkefnið Göngum í skólann (www.gongumiskolann.is) verður sett í sautjánda sinn miðvikudaginn 6. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október (www.iwalktoschool.org).
Víðistaðaskóli ræsir átakið með léttri upphitun utandyra og sameiginlegri göngu starfsmanna og nemenda miðvikudaginn 6. september kl. 9:10.
Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Átaksverkefnið býður upp á
lærdómsríka og skemmtilega leið fyrir nemendur til að fræðast um
umferðarreglur, öryggi og umhverfismál.
Stjórnendur og íþróttakennarar Víðistaðaskóla