Fyrirlestur fyrir alla foreldra í Hafnarfirði

Er algóritminn að ala börnin okkar upp?

6.2.2024

Við vitum öll að hið stafræna umhverfi er í stöðugri þróun og netnotkun verður sífellt stærri hluti af lífi barna og unglinga. Samhliða aukinni netnotkun eykst mikilvægi þess að allir læri á umferðareglur netsins og hvernig eigi að skilja og greina það sem þar fer fram.
Á fyrirlestrinum mun Skúli fara yfir mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútíma samfélagi. Hvernig virka algóritmar samfélagsmiðlanna? Hvað þarf að hafa í huga varðandi samskipti á netinu, áreitni frá ókunnugum og deilingu nektarmynda? Hvaða aldurstakmörk eru á samfélagsmiðlum og afhverju? Erindið byggir á niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlnefndar í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Maskínu.
Skúli Bragi Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd fer hér yfir atriði í stafrænu umhverfi sem beri að varast auk þess að gefa góð ráð varðandi notkun barna á skjátækjum og samfélagsmiðlum.Verum öll hjartanlega velkomin.
Fyrirlesturinn er í boði Foreldraráðs Hafnarfjarðar í samstarfi við foreldrafélög grunnskóla Hafnarfjarðar og verður að þessu sinni í sal Setbergsskóla, 6. febrúar kl 20. 
Tengill á viðburðinn á Facebook. 

Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is