Fræðslugáttin

20.10.2020

Í ljósi aðstæðna viljum við minna á Fræðslugáttina sem Menntamálastofnun setti á laggirnar í vor þegar nám grunnskólabarna þurfti að hluta til að fara fram á heimilum.

Við teljum mikilvægt að kennarar og foreldrar viti af vefnum en hann inniheldur rafrænt námsefni og bjargir sem nýtast til stuðnings við heimanám. Þar má einnig finna upplýsingar um efni á vegum RÚV og annað efni sem getur nýst skólasamfélaginu.

Einnig fylgir með viðtal við tvo sérfræðinga Menntamálastofnunar þar sem fjallað er um Fræðslugáttina og notagildi hennar sem birtist í síðasta tölublaði Skólavörðunnar.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is