Fjölgreindarleikar - þemadagar frá 15. - 17. febrúar.

14.2.2023

Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur eru þemadagar í skólanum. Þemadagar eru skertir skóladagar. Skóli hefst alla dagana kl. 8.10 og lýkur hjá 1. – 7. bekk kl. 11.35 en hjá unglingadeild 12.40 á miðvikudag og fimmtudag en allir ljúka skóla á föstudaginn kl. 11.35. Viðfangsefni þemadaganna eru verkefni sem reyna á ólíka og mismunandi hæfni. Hugmyndin að Fjölgreindarleikum er byggð á kenningum Howard Gardner um fjölgreindir þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að allir eigi að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í.

Nemendum í 1. – 9. bekk er skipt í hópa og einn hópstjóri úr elsta aldurshópnum heldur utan um sinn hóp allan tímann. Kennarar og starfsfólk eru stöðvarstjórar og allir fara í gegnum 36 stöðvar.

10. bekkur er við æfingar og undirbúning á söngleiknum Syngjandi í rigningunni. Miðasala er á tix.is


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is