Boðað verkfall aðildarfélaga BSRB

17.5.2023

Boðað verkfall aðildarfélaga BSRB

Aðildarfélagar BSRB sem starfa í grunnskólum og frístundaheimilum (skólaliðar, stuðningsaðilar og
frístundaleiðbeinendur) í Hafnarfjarðarbæ hafa boðað til verkfalls eins og hér segir:
Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023.
Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023.
Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023.

Við opnum skólann þá kl. 12:00 þá daga sem verkfallinu lýkur og þá verður bara matur fyrir þá sem eiga mat eftir kl. 12:00 aðrir sem eru fyrr í mat verða að borða heima, mest yngstu nemendur okkar).
Kennsla hefst skv. stundaskrá frá 12:00 og við reiknum með fólkinu okkar sem var í verkfalli í vinnuna.
Varðandi árshátíð unglingadeildar sem á að vera á miðvikudeginum þá getur hún verið skv. áætlun undir stjórn Björgvins, Þórunnar, Írisar og unglingadeildarkennara ásamt nemendum.

Enginn má ganga í störf þessa starfsfólks nema skólastjóri.

Komi til vinnustöðvunar verða grunnskólar í Hafnarfirði lokaðir til kl. 12:00 mánudaginn 22. maí og
þriðjudaginn 23. maí og eftir kl. 12:00 verður hefðbundið skólastarf. Ekkert skólastarf verður
miðvikudaginn 24. maí.

Ef ekki kemur til verkfalls verður skólastarf eins og venjulega.

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með í fjölmiðlum og á heimasíðu grunnskólanna.

Með kveðju frá mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðar

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is