Bleikur dagur
20.10.2023
Nemendur í 1. - 4. bekk hittast alltaf á föstudögum á samveru á sal og syngja saman og eiga góða stund þar. Í dag mættu allir nemendur og starfsmenn í bleiku í tilefni bleika dagsins og til stuðning konum í baráttu við brjóstakrabbamein. Eldri nemendur gerðu sér einnig glaðan dag í tilefni dagsins og voru með Pálínu boð eða annað til skemmtunar enda er þetta síðasti skóladagurinn fyrir vetrarleyfi nemenda og starfsmanna.
Stjórnendur og starfsmenn óska nemendum góðs vetrarleyfis. Við hlökkum til að hittast hress og kát að loknu leyfi á miðvikudaginn 25. október.