Fréttir

16.6.2022 : Sumarleyfi

Skrifstofa skólans verður lokuð til 15. ágúst, þá verður hún opin frá kl.9-14. Frá mánudeginum 22. ágúst hefst vetraropnunartími skrifstofunnar.

Gleðilegt sumar

Stjórnendur Víðistaðaskóla. 

3.6.2022 : Skólaslit og útskrift vor 2022

Skólaslit nemenda í Víðistaðaskóla verða sem hér segir:

Útskrift í 10. bekk fer fram miðvikudaginn 8. júní kl. 18 við hátíðlega athöfn í sal skólans. Aðstandendur velkomnir.

Skólaslit í 1.- 9. bekk fer fram fimmtudaginn 9. júní.

Foreldrar velkomnir. Byrjað verður á sal skólans. 

1.-4. bekkur: kl.8:10

5.-7. bekkur: kl.9:30

8.-9. bekkur: kl. 10

Með sumarkveðjum og þökk fyrir samstarfið á skólaárinu.

Stjórnendur og starfsfólk Víðistaðaskóla

...meira

31.5.2022 : Aðalfundur foreldrafélags Víðistaðaskóla í kvöld kl.19:30

Aðalfundur foreldrafélags Víðistaðaskóla verður haldinn þriðjudaginn 31. maí kl.19:30 í fyrirlestrarsal Víðistaðaskóla. Á fundinum verður farið yfir hefðbundin aðalfundarstörf og í kjölfarið verður fræðsla haldin um svefn - grunnstoð heilsu. 

Einnig koma Hrönn skólastjóri og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ með erindi um niðurstöður úr könnun sem gerð var um hagi og líðan barna.

283985931_696531744974497_7781500384673248967_n

 

...meira

Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is