Fréttir

1.4.2023 : Víðóma

16.3.2023 : Syngjandi í rigningunni

Í fyrsta skipti fer nú söngleikur Víðistaðaskóla í aukasýningar í Bæjarbíó. Það verða tvær sýningar, 21. mars kl. 20:00 og 23. mars kl. 18:00. Miðasala fer sem fyrr fram á Tix.is .

Söngleikurinn Syngjandi í rigningunni um helgina | Hafnarfjörður

...meira

21.2.2023 : Öskudagur, vetrarfrí og skipulagsdagur

Framundan er öskudagur, vetrarfrí og skipulagsdagur. Öskudagur er skertur dagur og fara nemendur heim að loknum hádegisverði. Vetrarfrí er í grunnskólum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar fimmtudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga auk þess sem söfn bæjarins bjóða upp á skemmtilega dagskrá. Skipulagsdagur er mánudaginn 27. febrúar. Þá er frí hjá nemendum en opið í frístund fyrir þá sem eru skráðir þar. 

Vetrarfrí í Hafnarfirði – hugmyndir að góðri skemmtun

...meira

14.2.2023 : Fjölgreindarleikar - þemadagar frá 15. - 17. febrúar.

Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur eru þemadagar í skólanum. Þemadagar eru skertir skóladagar. Skóli hefst alla dagana kl. 8.10 og lýkur hjá 1. – 7. bekk kl. 11.35 en hjá unglingadeild 12.40 á miðvikudag og fimmtudag en allir ljúka skóla á föstudaginn kl. 11.35. Viðfangsefni þemadaganna eru verkefni sem reyna á ólíka og mismunandi hæfni. Hugmyndin að Fjölgreindarleikum er byggð á kenningum Howard Gardner um fjölgreindir þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að allir eigi að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í.

Nemendum í 1. – 9. bekk er skipt í hópa og einn hópstjóri úr elsta aldurshópnum heldur utan um sinn hóp allan tímann. Kennarar og starfsfólk eru stöðvarstjórar og allir fara í gegnum 36 stöðvar.

10. bekkur er við æfingar og undirbúning á söngleiknum Syngjandi í rigningunni. Miðasala er á tix.is

...meira

Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is