Fréttir

22.9.2023 : Skipulagsdagur 26. september

Þriðjudaginn 26. september er skipulagsdagur í Víðistaðaskóla og mæta nemendur því ekki í skólann. Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð. 

...meira

3.9.2023 : Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann (www.gongumiskolann.is) verður sett í sautjánda sinn miðvikudaginn 6. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október (www.iwalktoschool.org).

Víðistaðaskóli ræsir átakið með léttri upphitun utandyra og sameiginlegri göngu starfsmanna og nemenda miðvikudaginn 6. september kl. 9:10.

...meira

15.8.2023 : Skólasetning 23. ágúst 2023

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda skólaárið 2023- 2024

Miðvikudaginn 23. ágúst er skólasetning á sal hjá 2. - 10. bekk.
Kl. 8.10 hjá 2. - 4. bekk
Kl. 9.00 hjá 5. - 7. bekk
Kl. 10.00 hjá 8. - 10. bekk

Frístund er lokuð þann dag.
Skólasetning hefst á sal þar sem forsjáraðilar eru velkomnir, síðan er farið í stofur með umsjónarkennurum. Engin kennsla veður þennan dag.
Nemendur í 1. bekk mæta í viðtöl með forsjáraðilum. Upplýsingar um tímasetningu verður send frá umsjónarkennurum fljótlega.
Skólasetning hjá 1. bekk er 24. ágúst kl. 8.10 og skóli samkvæmt stundaskrá í framhaldinu.

Með kveðju,
skólastjórnendur. 

...meira

11.8.2023 : Í Víðistaðaskóla fögnum við fjölbreytileikanum

Nemendur og starfsmenn Víðistaðaskóla eru allskonar og það gerir lífið litríkara og skemmtilegra.

Allir leggja eitthvað gott til samfélagsins á sinn hátt og saman myndum við góðan skólabrag.

Við leggjum áherslu á samheldni og að allir geti verið eins og þeir eru.

Gleðilega hinsegin daga 

...meira

Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is