Skólasóknarreglur í Víðistaðaskóla

Skólasóknarreglur 2017 - 2018

Stundvísi og góð skólasókn er lykill að góðum námsárangri.

 Nemendum á grunnskólaaldri er skylt samkvæmt lögum að sækja skóla skv. reglugerð grunnskólalaga nr. 66/1995 gr. 9 og 41 og gr. 6. Ákvæði laganna um skólasókn eru skýr, nemendur eiga að mæta stundvíslega í allar kennslustundir.

Nemendur fá skólasóknareinkunn fyrir mætingu. Hún segir til um stundvísi nemenda og hvernig þeir stunda nám við skólann. Allir nemendur byrja með einkunnina 10 í byrjun hvorrar annar, en óleyfilegar fjarvistir og óstundvísi koma til frádráttar samkvæmt skólasóknareglum skólans (sjá töflu).

Reglurnar eru kynntar nemendum og forráðamönnum í upphafi hvers skólaárs. Í 1. – 7. bekk er skólasókn gefin í lok hvorrar annar. Í unglingadeild er lokaeinkunn að vori meðaltal tveggja anna og skal gefin í heilum og hálfum tölum. Nemendur með einkunnina 10 að meðaltali í þrjú á fá viðurkenningarskjal fyrir góða ástundun í lok 10. bekkjar.

1.      Leyfi. Leyfi einn dag eða skemur ber að tilkynna í síma 595-5800 (Víðistaðatún)/5554433(Engidalur). Að öðrum kosti er litið svo á að um óheimila fjarvist sé að ræða. Skólastjórnendur og umsjónarkennari viðkomandi nemenda geta gefið leyfi úr kennslustund. Ef um fleiri en þrjá daga er að ræða skal sækja um það á sérstöku eyðublaði sem finna má á heimasíðu skólans (www.vidistadaskoli.is/eyðublöð) eða á skrifstofu skólans. Litið er á leyfi sem er lengra en vika sem tímabundna undanþágu frá skólasókn. Í slíkum tilfellum skal forráðamaður ræða við skólastjórnanda þar sem fjallað er um umsóknina. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna tímabundinni undanþágu frá skólasókn ef ástæða þykir til samanber 15. gr. laga um grunnskóla. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að sækja ekki um leyfi ef nemandi sefur yfir sig.

2.      Veikindi. Gild forföll teljast þau veikindi sem tilkynnt eru af forráðamönnum samdægurs. Sé nemandi veikur í fleiri en einn dag þarf að tilkynna það daglega. Skólinn áskilur sér rétt til þess að nemandi komi með læknisvottorð sé þess óskað. Veikindi skal tilkynna í gegnum Mentor eða hringja á skrifstofu skólans.

3.      Fjarvistarpunktar

Í Víðistaðaskóla er í gildi punktakerfi fyrir nemendur í 1.–10. bekk. Gefin er skólasóknareinkunn sem byggir á eftirfarandi reglum:

  • Nemandi hlýtur tvo fjarvistarpunkta ef um ólögmæta fjarvist er að ræða. Sjá nánar í töflu hér að neðan.
  • Nemandi hlýtur einn  fjarvistarpunkt ef hann kemur of seint í kennslustund. Nemanda í 8. – 10. bekk sem mætir meira en 10 mínútum of seint ber að fara á skrifstofu skólans og skrá sig í þar tiltekna bók.
  • Í unglingadeild er litið þannig á að nemandinn skuldi þann tíma sem hann mætir ekki (á einnig við fjarvistir) og þarf hann að mæta í eftirsetu í samráði við umsjónarkennara.
  • Komi nemandi 4 x í viku eða oftar of seint skuldar hann 20 mínútur sem hann tekur út í eftirsetu. Hér er átt við tíma sem er innan 10 mínútna markanna.
  • Mæti nemandi ekki í eftirsetu er það skráning samkvæmt agaferli.
  • Forráðamenn skulu fylgjast með punktastöðu barna sinna á Mentor. Umsjónarkennari í 1. – 10. bekk mun jafnframt senda yfirlit um mætingar heim vikulega á föstudögum, auk þess sem hann fer yfir skólasókn með nemendum sínum. Ef leiðrétta þarf  fjarvistarpunkta þarf ósk um leiðréttingu að koma frá forráðamönnum fyrir hádegi á mánudegi næstu viku að öðrum kosti stendur skráning á mætingu.

 

Skólasókn er gefin samkvæmt eftirfarandi kvarða

Fjarvistarpunktar                             Einkunn

0-5                                                                                          10

6-10                                                                                        9

11-15                                                                                     8

16-20                                                                                     7

21-25                                                                                     6

26-30                                                                                     5

31-35                                                                                     4

36-40                                                                                     3

41-45                                                                                     2

46-50                                                                                     1

51-                                                                                          0

 

 

Einkunn Úrræði

 

10 til 9.0

 

Umsjónarkennari gefur nemanda og foreldrum reglulega upplýsingar um skólasókn. 

 

8.0 til 7.0

 

Umsjónarkennari aðvarar nemanda og hefur sérstaklega samband við foreldra vegna skólasóknar. 

 

6.0  til 5.0

 

Umsjónarkennari boðar nemanda og foreldra til fundar ásamt deildarstjóra/námsráðgjafa. 

 

4.0 eða lægri

 

Umsjónarkennari vísar málinu til nemendaverndarráðs. Málið er komið á alvarlegt stig og ber að tilkynna til Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og Barnaverndarnefndar til umfjöllunar.

 

Leið til að bæta ástundun í 8. – 10. bekk

Nemandi getur sótt um bæta upp skólasóknareinkunn einu sinni á hvorri önn með því að gera mætingasamning. Standist nemandi kröfur samningsins hækkar einkunn hans um 0,5 þá viku sem skólasóknin hans er óaðfinnanleg.  Ástundunareinkunn getur þó aldrei orðið hærri en 8.

 

Tvisvar á ári er mætingaumbun hjá 8. – 10. bekk

  • Á haustönn er hún veitt þeim sem eru með 10 í mætingu 1. desember. Nemendur fá að mæta með hóflegt sparinesti á tilteknum degi og horfa saman á bíómynd í fyrirlestrarsal.
  • Á vorönn er stefnt að punktalausum febrúar. Þeir nemendur sem eru punktalausir í febrúar fá umbun sem getur verið t.d. bíóferð með skólanum.

 

Hafnarfirði 17. ágúst 2017Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is