Skólahljómsveit Víðistaðaskóla

Hljómsveitin

Skólahljómsveit Víðistaðaskóla hóf göngu sína sem tilraunaverkefni veturinn 2006-2007 undir stjórn Stefáns Ómars Jakobssonar. Árið eftir tók Vigdís Klara Aradóttir við sveitinni og þá komu einnig flestir núverandi kennarar til liðs við sveitina. Rúmlega 30 nemendur læra nú á hljóðfæri við Skólahljómsveit Víðistaðaskóla.

Í sveitinni eru nemendur í 4.-10. bekk. Reikna má með að nýir nemendur geti byrjað á samæfingum eftir eina önn í hljóðfæranámi ef þeir eru mjög duglegir að taka framförum, annars eitthvað seinna. Kennarar meta hvenær nemendur eru tilbúnir til að taka þátt í samæfingum.

Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu skólans. Ef einhverjar spurningar vakna má gjarnan hafa samband við Vigdísi Klöru, netfang: vka@simnet.is

eða í síma: 864 5985

Kennarar:

Guido Bäumer

flautu- og saxófónkennari

Farsími: 821 5985

Netfang: guido@simnet.is

 

Jóhann Hjörleifsson slagverkskennari

Farsími: 897 5560

netfang: joihjoll@simnet.is

 

Ian Wilkinson

málmblásturskennari

Farsími: 694 9652

Netfang: trom@simnet.is

 

Vigdís Klara Aradóttir

stjórnandi og klarinettkennari

Farsími: 864 5985

Netfang: vka@simnet.is

 

 

Tónleikar og spilamennskur

Hljómsveitin kemur fram nokkrum sinnum á ári, mest innan bæjarfélagsins. Fyrirhugað er að sveitin leiki árlega á Hrafnistu og á leikskólum í nágrannahverfum Víðistaðaskóla. Einnig leikur hljómsveitin við ýmis tækifæri, t.d. fyrir jólin, m.a. í Jólaþorpinu, í Víðistaðakirkju, við Stóru upplestrarkeppnina ofl. Sveitin eða hluti úr sveitinni leikur síðan oft innan skólans þegar beðið er um tónlistarflutning

Landsmót skólahljómsveita og æfingabúðir

Sveitin tekur þátt í landsmótum Skólalúðrasveita sem haldin eru annað hvert ár. Á vorönnum er líka yfirleitt farið í æfingabúðir eða í stutta ferð.

Hljóðfæraleiga og tryggingar

Nemendur geta fengið leigð þau hljóðfæri sem þeir læra á. Þó er hvatt til þess að nemendur eignist sín eigin hljóðfæri fyrr en síðar. Hljóðfærin eru ekki tryggð en hljómsveitin greiðir fyrir viðgerðir nema um sé að ræða slæma meðferð á hljóðfæri. Bili lánshljóðfæri í meðförum nemanda, sem rekja má til óvarkárni eða slæmrar meðferðar ber viðkomandi að bæta það tjón.

Skólagjöld

Skólagjald á haustönn 2019 er 17.500 krónur, leiga á hljóðfæri er 3500 krónur á önn, og verður innheimt í september.

Próf eða umsögn

Nemendur munu taka vorpróf eða áfangapróf á hverju vori eftir því sem þeim hefur unnist námið.

 

Umsókn Skólahljómsveit

Reglur hljómsveitarinnar:

Nemendur eiga að mæta samviskusamlega í alla hljóðfæratíma og á samæfingar

Forföll í hljóðfæratíma á að tilkynna með góðum fyrirvara til hljóðfærakennara, forföll á samæfingar á að tilkynna til stjórnanda

Nemendum ber að undirbúa sig vel fyrir hljóðfæratíma og samæfingar

Þurfi kennari að fella niður tíma ber honum að bæta nemandanum hann upp. Ef kennari forfallast vegna veikinda fellur tíminn niður. Ef um lengri veikindi er að ræða verður fenginn forfallakennari

Nemendur eiga að fara vel með hljóðfæri sín og umgangast hljóðfæri annarra nemenda með virðingu.

 

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is