Vinavika í fullum gangi

8.11.2016

Nú stendur yfir vinavika í Víðistaðaskóla. Markmið vinaviku er að brjóta niður múra og vinna gegn einelti en alþjóðadagur gegn einelti var á þriðjudag.

Vinavikan er í raun tvískipt. Annars vegar hittast tveir bekkir saman, svokallaðir vinabekkir, t.d. tiltekinn 10. bekkur hittir tiltekinn 5. bekk. Hins vegar er um að ræða fjölgreindaleika eða vinaleika þar sem kennarar bjóða uppá mismunandi leiki í stofum sínum með aðstoð hópstjóra. Alls var boðið uppá 32 mismunandi leiki í Víðistaðaskóla við Víðistaði og 20 mismunandi leiki í Víðistaðaskóla í Engidal. Nemendur 9. og 10 bekkja voru skipaðir hópstjórar en þeir fylgdu yngri nemendum milli leikjastöðvanna og aðstoðu kennara við framkvæmd leikanna.

 

Hér má sjá myndir úr Víðistaðaskóla og Engidal.

 

Vinaleikunum lýkur á föstudag. 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is