Viltu þú ganga til liðs við frábæran og fjölbreyttan hóp?

13.3.2017

Í Víðistaðaskóla vantar kennara á öllum aldursstigum næsta vetur. Stöðurnar sem eru lausar eru:

Umsjónarkennari á yngra stig

Umsjónarkennari á miðstigi

Sérkennari á yngra- og miðstigi

Faggreinakennari á unglingastigi

Verkefnastjóri UST– Víðistaðaskóli

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, í síma 6645890 eða í hronn@vidistadaskoli.is. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://www.vidistadaskoli.is 

Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2017. Umsóknarfrestur er til og með 27. mars nk.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum við Hraunbrún og í Engidal. Leiðarljós skólastarfsins eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta sem birtist í öllu starfi skólans. Í skólanum er lögð áhersla á skóla án aðgreiningar og er nám einstaklingsmiðað þannig að hver nemandi fái námsefni og kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur. Unnið er eftir SMT skólafærni. Skólinn er grænfánaskóli og er lögð áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er metnaðarfullt starf með áherslu á skólaþróun og fjölbreytta kennsluhætti.




Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is