Víðóma

20.5.2020

Pistill skólastjóra - Afmælisár skólans Víðistaðaskóli 50 ára 16.september 2020.

Víðóma

Ágætu nemendur og foreldrar

Þetta er búið að vera óvenjulegt vor hjá okkur öllum en það er ljóst að íslenska þjóðin er samheldin og hlýðir Víði, þannig stöndum við vonandi þessa veiru af okkur.

Það voru glaðir nemendur og starfsmenn sem mættu í skólann þann 4. maí þegar skólahald varð aftur hefðbundið en Það má segja að skólastarfið hafi gengið ótrúlega vel á meðan við vorum með skertan skóladag í samkomubanninu. Flestir nemendur voru ótrúlega duglegir við heimaverkefnin og skiluðu þeir eldri verkefnum á google classroom. Notkun spjalda og tækninnar almennt tók kipp og nemendur og kennarar lærðu heilmikið af nýjungum sem þeir nýttu sér óspart. Við erum staðráðin í því að nýta tæknina meira og bæta enn frekar við okkur þekkingu áfram. Kennarar hafa endurskipulagt námsáætlanir og nú verður haldið vel áfram við námið til skólaloka.

Framundan hjá okkur í Víðistaðaskóla og Engidal eru breytingar þar sem Engidalsskóli verður sjálfstæður skóli frá og með 1.ágúst næstkomandi. VIð fögnum þessari breytingu þó að við eigum vissulega eftir að sakna góðra vinnufélaga og nemenda. Nýr skólastjóri hefur verið ráðinn við Engidalsskóla, Margrét Halldórsdóttir og tekur hún til starfa 1.8.2020 við bjóðum hana velkomna til starfa.

Að lokum vert að minnast 50 ára afmælis Víðistaðaskóla. Við höldum upp á það með hátíð á stofndegi skólans, nánar tiltekið þann 16. september 2020. Við ætlum að gera okkur dagamun að þessu stóra tilefni og hafa opið hús með sýningu á vinnu nemenda, söngleikjum, skemmtiatriðum og myndum úr starfinu í gegnum tíðina og verður ykkur öllum að sjálfsögðu boðið í afmælið. Þið fáið boðskort frá okkur í haust. Foreldrafélagið mun að sjálfsögðu vera með okkur í þessum hátíðarhöldum.

Með vinsemd og virðingu

Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is