Verum ástfangin af lífinu

18.11.2016

Í morgun fengu nemendur 10. bekkja fyrirlestur sem nefnist Verum ástfangin af lífinu. Það var Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sem flutti fyrirlesturinn. Í honum var farið í gegnum góð gildi í lífinu, mikilvægi þess að setja sér skýr markmið til að draumurinn sem býr í hverjum einstaklingi megi rætast. Farið var í þætti sem móta hvern einstakling s.s. fjölskylduna, vinina, framkomu, þroska, heilbrigði, skólann, fjallað um mikilvægi þess að gera góðverk og vera meðvitaður. Ekki var að sjá annað en fyrirlesturinn hafi fallið í góðan jarðveg hjá nemendum. 

IMG_0787IMG_0786IMG_0788


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is