Umsjónarkennari á yngsta stigi Víðistaðaskóli

31.3.2020

Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á yngsta stigi skólaárið 2020 - 2021.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2020.

Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970 og eru nemendur 530. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta. Í Víðistaðaskóla fögnum við fjölbreytileikanum og áhersla er lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á góðan námsárangur, vellíðan nemenda og starfsmanna. Unnið er að þróun teymiskennslu og fjölbreyttra kennsluhátta. Skólinn er heilsueflandi grunnskóli og grænfánaskóli þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Skólinn vinnur í anda SMT skólafærni. Í skólanum er metnaðarfullt starf sem byggir á skólaþróun og nemendalýðræði. Í Víðistaðaskóla er góður starfsandi og jákvæð samskipti meðal allra sem í skólanum starfa.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni http://www.vidistadaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Annast almenna kennslu á yngsta stigi

· Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk

· Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila

· Vinnur samkvæmt stefnu skólans

Menntnar- og hæfniskröfur:

· Leyfisbréf til kennslu (Leyfisbréf fylgi umsókn)

· Haldgóð þekking á kennslufræði námsgreina á yngsta stigi

· Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.

· Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.

· Stundvísi og samviskusemi

· Mjög góð íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, í síma 6645890, hronn@vidistadaskoli.is eða Valgerður Júlíusdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 6645891, valaj@vidistadaskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2020.

Greinargóð ferilsskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is