Tókbakslaus bekkur - 7. SM

18.5.2017

7SM-bekkjarmyndÁr hvert stendur Embætti landlæknis fyrir átakinu Tóbaklaus bekkur. Allir 7., 8. og 9. bekkir á landinu geta tekið þátt ef enginn nemandi í bekknum notar tóbak. Keppnin var fyrst haldin í Finnlandi fyrir 27 árum en Ísland er nú með í átjánda sinn. Markmið samkeppninnar er að hvetja nemendur til að vera „frjálsa – tóbakslausa“ og byrja ekki að fikta við tóbaksnotkun, að hvetja þá sem byrjaðir eru að fikta til að hætta áður en þeir verða háðir nikótíni og að hvetja til umræðna um tóbaksnotkun meðal nemenda. Í ár tóku allir 7. bekkir í Víðistaðskóla þátt og sendu inn lokaverkefni. Að þessu sinni vann 7. SM og er hægt að sjá lokaverkefnið inn á vef landlæknis: www.landlaeknir.is.

Hérna er slóðin beint inn á verkefnið: https://drive.google.com/file/d/0B8uFZNGCIohGQXVibHJoNXJlTGM/view



Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is