Til foreldra og forráðamanna nemenda í Víðistaðaskóla.

1.10.2018

Til foreldra og forráðamanna nemenda í Víðistaðaskóla.

 

 

Miðvikudaginn 3.október verður foreldrasamráðsdagur í Víðistaðaskóla. Þá mæta foreldrar/forráðamenn með börnum sínum og ræða hvað gott hefur áunnist og hvað betur má fara.

 

Þann dag ætla nemendur í 10. bekk að vera með fjáröflun fyrir útskriftarferð þeirra í vor í Þórsmörk. Nemendur baka og bjóða upp á meðlæti til sölu á báðum starfsstöðvum (í Engidal og við Víðistaðatún).
Hægt er að kaupa tvær kökusneiðar og kaffi/djús á 500 kr. Nemendur geta ekki boðið upp á kortaviðskipti, en verða með númer á bankareikningi sem hægt verður að millifæra á.


Frístund verður opin eins og venjulega fyrir þá sem þar eru skráðir. Forráðamenn eru minntir á að líta við í óskilamunum og athuga hvort ekki finnist nú ein og ein flík sem ekki hefur sést heima fyrir lengi.

 

 99999


 

 

 

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is