SMT- skólafærnileikurinn

10.2.2017

Alfamynd1Nú er SMT- skólafærnileikurinn (100 miða leikurinn við Víðistaðatún/25 miða leikurinn í Engidal) okkar farinn af stað. Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur enn frekar til að fara eftir skólareglunum.  Nemendur leggja sig fram um að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans og við það skapast  jákvætt andrúmsloft sem leiðir til betri aga. 
Leikurinn gengur út á það að nokkrir nemendur á dag fá  sérmerkta umbunarmiða sem starfsmenn skólans gefa á almennum svæðum þ.e. á göngum og í matsal. Miðunum geta nemendur skipt út fyrir númer á ákveðnu númeraspjaldi. Fyrirfram er búið að ákveða hvaða röð á  spjaldinu vinnur og hvað er í vinning en það veit enginn nema skólastjóri. Að leik loknum er kunngert hvaða röð vinnur og hvað er í vinning.
Leikurinn vekur ávallt eftirvæntingu og ánægju hjá nemendum og er ekki ósvipaður bingói þar sem allir eru með en aðeins nokkrir vinna. Vinningurinn felst alltaf í því að þeir einstaklingar sem vinna gera eitthvað saman með skólastjórnendum. 
Leikurinn stendur yfir til 17. febrúar.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is