Smíðastofan tekin í gegn

26.8.2016

IMG_0759--2- Í sumar hefur verið unnið að því að taka í gegn smíðastofu skólans en í henni er kennd bæði trésmíði og járnsmíði. Unnið hefur verið að endurbótum á aðstöðu, bæði fyrir kennara og nemendur. Ólafur Guðjónsson smíðakennari segir nýtt skipulag í stofunni þýða betri nýtni og auki yfirsýn kennarans með störfum nemenda. „Það var orðinn nokkur tími síðan stofan var síðast tekin í gegn og með breytingunum nú verður öll aðstaða betri, bæði fyrir mig og nemendur" segir Ólafur. „Það hefur verið komið upp fleiri vinnuborðum, vélar færðar til og stofan gerð öll opnari og yfirsýn kennarans því mun betri" segir Ólafur og segist ánægður með hvernig til hefur tekist.

-/sir


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is