Skólinn í sumarfríi

19.6.2017

Nú eru nemendur og nánast allir starfsmenn Víðistaðaskóla komnir í sumarfrí. Skrifstofa skólans er opin frá 9:00 til 14:00 þar til miðvikudaginn 21. júní og opnar á ný 3. ágúst.

Stjórnendur og aðrir starfsmenn skólans vona að  nemendur og foreldrar þeirra hafi það sem best í sumar. Við hlökkum til að hitta ykkur þegar skólastarf hefst á ný í haust.

Með sumarkveðju

Stjórnendur


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is