Skólasetning í Víðistaðaskóla

19.8.2020

Kæru foreldrar, forsjáraðilar


Skólasetning í Víðistaðaskóla haustið 2020-2021 verður þriðjudaginn 25. ágúst hjá 2.-10. bekk á eftirfarandi tímum:
8:30 2., 3., 4. bekkir
9:00 5., 6., 7. bekkir
9:30 8., 9., 10. bekkir


Vinsamlegast athugið að skólasetningar hjá 2. – 10. bekk eru án forráðamanna vegna sóttvarna.


Kennsla hefst síðan hjá 8. – 10.bekk að lokinni skólasetningu og byrja allir hjá umsjónarkennara. Kennsla hefst miðvikudaginn 26.ágúst samkvæmt stundaskrá hjá 2-7. bekk og byrja allir hjá umsjónarkennara. 

Foreldraviðtöl verða hjá 1. bekk dagana 24. og 25. ágúst. Skólasetning og kennsla hjá 1. bekk hefst kl. 8:10 miðvikudaginn 26. ágúst og má einn forráðamaður fylgja barni sínu. Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. 

Frístundaheimilið Hraunkot verður lokað á skólasetningardaginn 25. ágúst vegna skipulagsdags. Með kærri kveðju Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri og starfsmenn Víðistaðaskóla

Skólasetning


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is