Skólakeppni Víðistaðaskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina í Hafnarfirði

1.3.2018

Skólakeppni Víðistaðaskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina í Hafnarfirði fór fram í morgun á sal skólans. Átta keppendur úr 7. bekk tóku þátt í keppninni og stóðu þau sig öll vel. Þeir sem fóru með sigur af hólmi og verða fulltrúar skólans eru: Emil Snær Erlendsson, Markús Heiðar Ingason og til vara Karen Magnúsdóttir. 

Skólakeppnin var hátíðleg með  góðum upplestri og ljóðaflutningi keppenda. Álfhildur Auðunsdóttir flutti frumsamið ljóð eftir hana sjálfa, Tómas  Vigur Magnússon skemmti gestum með tónlistarflutningi en hann spilaði bæði á píanó og fiðlu. Eva Bryndís Ágústsdóttir og Áróra Friðriksdóttir fluttu lag úr söngleik 10. bekkjar "Lísa í Undralandi".  Áheyrendur úr 7. bekk voru til fyrirmyndar en góðir áheyrendur skiptir ekki síður máli á slíkum viðburði. 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is