Skólaárið að hefjast

17.8.2017

Kæru nemendur og forráðamenn
Nú er komið að því að hefja skólaárið 2017-2018. Að þessu sinni mun skólinn sjá nemendum fyrir námsgögnum sem notuð eru í skólanum - gjaldfrjáls grunnskóli. 
Hjá 1. - 7. bekk fara nemendur fara heim eftir skólasetninguna.Hjá 8. - 10. bekk er kennsla eftir skólasetningu.  Vinsamlegast athugið að frístundaheimilin opna 23. ágúst en eru lokuð 22. ágúst vegna skipulagsdags. 
Tímasetning skólasetninga þriðjudaginn 22. ágúst:
Starfsstöð Engidal: 2., 3. og 4. bekkur kl. 8:10
Starfsstöð við Víðistaðatún:2.,3.  og  4.  bekkur   kl. 9:005.,6. og   7.  bekkur  kl. 9:308.,9. og 10. bekkir  kl. 10:00. 
Kennt verður eftir skólasetningu hjá 8. – 10. bekk. Umsjónarkennarar verða með nemendum fyrsta tímann eða til 11:10 en síðan er kennsla samkvæmt stundarskrá.  Nemendur þurfa að koma með nesti fyrsta daginn. 1.bekkir verða í viðtölum 22. ágúst en skólasetning hjá þeim verður á sal þann 23. ágúst kl. 8:10 í Engidal og 9.00 við Víðistaðatún og síðan kennsla í beinu framhaldi.
Með kærri kveðju 

Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri



Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is