• A3

Skemmtileg heimsókn á Íslandsmótið í iðn- og tæknigreinum

16.3.2017

Í morgun, fimmtudag, fóru nemendur í 9. og 10. bekk í vettvangsferð í Laugardalshöll þar sem fram fer Íslandsmótið í iðn- og tæknigreinum, Markmiðið með heimsókninni var að gefa nemendum tækifæri til að kynna sér ólíkar starfsgreinar og námsframboð framhaldsskóla, en 26 framhaldsskólar í landinu kynntu námframboð sitt samhliða Íslandsmótinu.
Nemendur Víðistaðaskóla voru sem fyrr til fyrirmyndar og gerðu þeir góðan róm af heimsókninni. 

Íslandsmót iðn-  og tæknigreina er að jafnaði haldið á tveggja ára fresti. 


A2Kjötiðnaðarmenn vinna hér af kappi við verkefni sín á Íslandsmótinu.

A1Þessar stöllur í 10 HB fannst margt mjög áhugavert sem fyrir augu bar.

A3Bakaranemar að störfum.

A4Matreiðslumenn framtíðarinnar einbeittir við sín verkefni á Íslandsmótinu. 

-/SIR


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is