Samvera hjá 1 - BB

15.2.2017

DSC_0296Mikil spenna hefur ríkt hjá 1. BB en nú var komið að okkur að sjá um samveruna á salnum. Við höfum æft okkur vel síðustu daga. Við vorum fljót að sjá að við vorum með of mikið efni enda um mikla leikara og listamenn að ræða. Allir vildu taka þátt, allir vildu sýna samnemendum, kennurum, foreldrum og systkinum hvað í okkur býr. Við fluttum leikrit úr bókinni Hver er flottastur? en það leikrit er um hrokafullan ref sem telur sig eiga skóginn þar til litlir krúttlegir drekar spúa á hann eldi og skilja hann eftir nánast allsberan. Aníta Ósk, spilaði á fiðlu og Halldór Magnús spilaði á flautu. Við fluttum lagið 17.000 sólargeislar úr Bláa hnettinum en við höfum verið að vinna með það þema síðustu mánuði. Heimsóttum meðal annars Borgarleikhúsið til að sjá sviðsmyndina, leikmuni og fleira sem tilheyrir leikhúsinu. Við fluttum einnig nokkur erindi af Krumma sem svaf í klettagjá þar sem Þorinn er að renna sitt skeið. Börnin stóðu sig eins og hetjur, eins og þau hafi aldrei gert annað en að stíga á svið. Þetta er verulega góð æfing og nú sjáum við hvers við erum megnug en einnig hvað er gott að æfa til að gera betur næst. 

Hér eru fleiri myndir frá samverunni


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is