Samvera 6. SB

12.12.2016

DSC05455Það var glaðlegur hópur sem tók á móti foreldrum, samnemendum og vinabekknum 2. HS s.l. föstudag á sal skólans.

Nemendur höfðu lagt mikla vinnu í leikþátt um landnámið. Hver söguhetjan á fætur annari mætti á sviðið, í leikbúiningum sem nemendur höfðu unnið. Þarna voru Papar, Pyþeas, Naddoddur, Ari fróði, Auður djúpuðga, Snorri Sturluson, Hallveig Fróðadóttir og fleira frægt fólk.

Margt annað var á dagská, fiðluleikur Tómasar, stuttmyndir af ýmsu tagi sem nemdendur unnu í hópastarfi. Í þeim var m.a. tekin fyrir vinátta í skóla, allt sem er bannað í skólanum og víkingarimmur landnámsmanna. Á eftir beið drekkhlaðið veisluborð sem foreldrar stóðu að.  Allir nutu samverunnar, sáttir við sitt.  

Og hér eru fleiri myndir frá samverunni


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is