Nýtt námsmat kynnt á haustfundi með foreldrum

8.9.2016

Haustufundur16Ágætlega fjölmennur fundur með foreldrum nemenda 9. og 10. bekkja var haldinn í morgun. Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri fór yfir skólabyrjunina og það sem efst er á baugi nú við byrjun skólaársins auk þess sem hún svaraði fyrirspurnum. Edda Arnbjörnsdóttir deildastjóri unglingadeildar fór yfir nýja námsmatið sem notað var í fyrsta sinn hjá 10. bekk í fyrra.  Námsmatið sem innleitt var af menntamálaráðuneytinu, felst í þvi að ekki eru lengur gefnar einkunnir í tölum heldur byggist námsmatið á bókstöfum, A, B+, B, C+, C og D. Námsmatið á nú að byggja á hæfniviðmiðum í stað einkunna sem oft byggja á staðreyndaupptalningum. Á fundinum kynntu forsvarsmenn félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins starfsemina sem þar verður í vetur.
Eftir fundinn fóru foreldrar með umsjónarkennurum hvers bekkjar í stofur og ræddu saman um skólastarfið. Auk þess voru tveir bekkjarfulltrúar fyrir hvern bekk valdir úr hópi foreldra.

-/sir 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is