Nýr skólahjúkrunarfræðingur

7.9.2016

MyndIlmur Dögg Níelsdóttir var fyrir skömmu ráðin skólahjúkrunarfræðingur í Víðistaðaskóla. Ilmur er  35 ára Akureyrarmær og á ættir að rekja til Hafnarfjarðar.  Ilmur Dögg hefur m.a. sinnt starfi hjúkrunarforstjóra á Heilsugæslunni í Bolungarvík þar sem hún sinnti m.a. skólaheilsugæslu en auk þess hefur hún starfað á meltingarskurðdeild og á slysa- og bráðamóttökunni í Fossvogi. Síðastliðið skólaár leysti hún af sem skólahjúkrunarfræðingur í Hraunvallaskóla en er nú fastráðin hér við Víðistaðaskóla. 
Skólahjúkrunarfræðingur sér um fræðslu, eftirlit, reglubundnar skimanir, forvarnir, bólusetningar, viðtöl og loks teymisvinna í kringum einstaka mál.  

-/sir


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is