Útskrift nemenda í 10.bekk

9.6.2016

Í gær var útskrift nemenda í 10. bekk skólans.  Athöfnin fór fram í hátíðarsal skólans og síðan var boðið upp á veitingar í íþróttasal skólans. Alls voru 69 nemendur að kveðja okkur að þessu sinni.

Við athöfnina flutti  skólahljómsveitin tvö lög meðan gestir gengu í salinn. Þrír nemendur fluttu tónlistaratriði, Hrafnhildur Anna Þórðardóttir lék á þverflautu, Bjarki Steinn Jónatansson lék á harmoniku og Ying Ping Wong á píanó.

Fyrir hönd nemenda flutti Fannar Þór Benediktsson ávarp og Jóney Kristjánsdóttir talaði fyrir hönd foreldra.

Verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur í einstökum greinum. Þau hlutu Alexandra K. Hafsteinsdóttir, 10-AB,  fyrir góðan árangur í ensku, íslensku og náttúrufræði, Svala Sverrisdóttir,10-AB og Svala Birna Þórisdóttir,10-MS  fyrir stærðfræði, Viktoría Berg Einarsdóttir, 10-SR fyrir dönsku. Mist Tinganelli, 10-AB fékk verðlaun fyrir góðan árangur í list- og verkgreinum og verðlaun fyrir mestar framfarir í námi fengu Kristján Haukur Eyjólfsson, 10-AB og Andrea Mist Viggósdóttir, 10-SR.

Dúxinn í hópnum var Svala Sverrisdóttir og semidúx var Alexandra K. Hafsteinsdóttir.

Þórdís Bjarnadóttir frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar afhenti Svölu Sverrisdóttur verðlaun fyrir námsárangurinn en Rótarýklúbbur gefur þessi verðlaun á hverju ári.

Við óskum útskriftarnemendunum alls hins besta í framtíðinni um leið og við kveðjum þau.

 

Hér eru myndir frá athöfninni


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is