Vorferð 3. bekkinga í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

9.6.2016

Það var sannkallaður sumardagur föstudagurinn 3. júní þegar 3. bekkingar fóru í vorferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnin tóku strætó enda alvön að ferðast á slíkan máta þegar haldið er af bæ. Með ferðinni var reynt að sameina bæði leik og nám en nemendur höfðu fyrr í vetur unnið með námsefnið Æsa og Gauti í sveitinni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum nutu börnin sín meðal dýranna í góða veðrinu. 

Hér eru myndir úr heimsókninni í Húsdýragarðinn

  


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is