Fræðslu-, forvarna-, og skemmtidagur í 8.bekk

12.5.2016

Árlegur fræðslu/forvarnar og skemmtidagur 8. bekkjar í Víðistaðaskóla var haldinn í annað skipti í félagsmiðstöðinni Hrauninu í gær, miðvikudaginn 11. maí.

 Dagurinn hófst  í íþróttahúsinu með hópefli fyrir krakkana og umsjónarkennara þeirra. Kennarar voru svo kvaddir með fögrum bolum þar sem krakkarnir höfðu skrifað falleg hrósyrði á. Eftir það fóru krakkarnir í fræðslu til Siggu Daggar kynfræðings og  í  jafningjafræðslu hjá fræðurum Hins húsins þar sem rætt var um samkipti, sjálfsmynd samfélagsmiðla, einelti og fleira.

Eftir fræðslufundina  var haldin heljarinnar vöfflu- og ávaxtaveisla í matsalnum og smiðjuvinna hófst. Í smiðjunum ræddu krakkarnir meðal annars um framtíð félagsmiðstöðvarinnar og umhverfisvernd.

Dagurinn heppnaðist frábærlega og voru allir, bæði starfsmenn Hraunsins og 8. bekkingarnir sammála um mikilvægi þessa dags.

Um kvöldið hélt fjörið svo áfram í sameiginlegu sundlaugarpartýi félagsmiðstöðvanna í Ásvallalaug.

Fleiri myndir hérna


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is