Sumardagurinn fyrsti

20.4.2016

Við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir frábært samstarf í vetur.

Eins og þið vitið þá er sumardagurinn fyrsti á morgun og því frí í skólanum og frístund.

Við hefjum kennslu og allt starfið á föstudaginn skv. stundaskrá hress og kát.

Það er mikið um að vera þessa dagana í skólanum, í dag voru 3. bekkingar að syngja við setningu Bjartra daga.  Yngsta og miðstig var með kaffihúsadag sem heppnaðist frábærlega. 4. bekkingar eru með Litlu upplestrarkeppnina í staðinn í næstu viku og 4. SE í Engidal var í síðustu viku. 

Í kvöld er árshátíð unglingadeildarinnar og mikill spenningur.

Það er því sannarlega gleðilegur sumarhugur í okkur í skólanum. 

 

Með kærri kveðju

Hrönn skólastjóri


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is