Plastsöfnun

15.4.2016

Í dag föstudaginn 15. maí hefst viðamikil plastsöfnun í Víðistaðaskóla sem stendur í einn mánuð. Þetta er þarft átak og mikilvægt að allir verði með, líka foreldrar heimavið með umræðum við börn sín. Við sem neytendur berum ábyrgð á þeim úrgangi sem frá okkur fer og mikilvægt að vekja athygli á því hversu plast er orðið þar stórt hlutfall.  Auk þess viljum við gera okkur sjálf og nemendur okkar meðvitaða um hvernig hægt er að draga úr plastnotkun. Mikið magn af plasti er urðað á Íslandi sem ekki er góður kostur, við eigum ekki endalaust land til urðunar. Öll endurvinnsla skapar störf sem síðan hefur bein áhrif á samfélag okkar og hagkerfi.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is