Dagar í desember 2015

24.11.2015

Nú líður að jólum og undirbúningur að fara af stað hér í skólanum. Nemendur í 4., 7. og 10. bekk eru þessa dagana að setja skólann í  „jólafötin“. Á aðventunni verður föndrað og búin  til jólakort þannig að gott er að allir séu með liti, skæri og límstifti í skólanum.

 

Föstudaginn 27. nóvember

Aðventudagur fjölskyldunnar hjá 1.-4. bekk 12.00-13.10. Þá er foreldrum boðið að koma og föndra með börnunum sínum.

 

Föstudaginn 4.desember

Vinabekkir í Engidal koma saman í matsal og syngja jólalög. Það er skemmtileg samverustund í upphafi aðventu.

 

Miðvikudaginn 9.desember

Vinabekkir við Víðistaðatún koma saman í matsal og syngja jólalög. Það er skemmtileg samverustund á aðventu.

 

Jólabingó nemendaráðs haldið kl. 17.00 í matsal skólans, til að safna fyrir bágstadda. Nemendur í 10. bekk og Hraunið aðstoða. Allir velkomnir.

 

Fimmtudaginn 10. desember

5. bekkir flytja helgileikinn í kirkjunni fyrir nemendur í 1. – 7. bekk. Kór úr 4. bekk syngur.

 

Kl 8.55

2. og 3.bekkur í Engidal

6. HÁS

7. SÞS

Flytjandi er 5. SB.

 

Kl 9.55  

1. bekkur í Engidal

2. bekkur við Víðistaðatún

6. GG

7. SS

Nemendur frá Víðivöllum og Álfabergi

Flytjandi er 5. SH.

 

Kl 10.40

1. og 3.bekkur við Víðistaðatún

                        6. SAJ

                        7. HÁ

Nemendur frá Norðurbergi

Flytjandi er 5. SJ.

 

Foreldrar eru velkomnir í kirkjuna.

 

 

 

Föstudagurinn 11. desember

Rauður dagur/Jólapeysudagur í skólanum. Gaman væri ef allir kæmu í einhverju rauðu, jólasveinahúfu, jólapeysu eða jólaskreyttri peysu. Rauður dagur/Jólapeysudagur er liður í vináttuvekefni Barnaheilla og í ár er safnað fyrir sýrlensk flóttabörn og fjölskyldur þeirra.

Sjá www.jolapeysan.is

 

Miðvikudaginn 16. desember

Jólamatur hjá Skólamat. Nemendum sem ekki eru í áskrift býðst að kaupa matarmiða á

500 kr á skrifstofum skólans fyrir 7. desember.

 

Fimmtudaginn 17. desember

Síðasti kennsludagur og jólaskemmtun í unglingadeild. Kennsla kl. 8:10-12:10. Í 5. tíma verða stofujól og jólasaga. Eftir hádegi eru æfingar á sviði, generalprufa og undirbúningur fyrir ballið. Foreldra- og nemendasýning kl. 19:30. Eftir sýningu er boðið upp á kaffi fyrir foreldra og jólaball fyrir unglingadeildina sem stendur til 22.00.

 

Föstudaginn 18. desember

Stofujól og dansað í kringum jólatréð:

1.- 4. bekkur í Engidal 9.00 – 10.30

1.- 4.bekkur við Víðistaðatún 10.00-11.30

5. bekkur 11.00 – 12.30

6. bekkur 11.30 – 13.00

7. bekkur 12.00 – 13.30

 

Skipulagsdagur verður mánudaginn 4. janúar 2016 þá er frí hjá nemendum.

Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar 2016.

 

                                                                                      Með ósk um gleðileg jól,

                                                                                      skólastjóri og starfsfólk.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is