Skólasetning

27.8.2015

Víðistaðaskóli var settur mánudaginn 24. ágúst og þar með er skólastarfið hafið í vetur. Nemendur mættu í samkomusal skólans þar sem Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri bauð þau velkomin og síðan hittu nemendur umsjónarkennara sína.
 Sennilega er alltaf mesta spennan meðal þeirra sem eru að hefja nám í 1. bekkjum skólans . Í vetur verða fjórar bekkjardeildir í 1. bekk. Umsjónarkennarar í þessum bekkjum eru Marsibil Sigríður Gísladóttir, Harpa Sævarsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir og Þórunn Erla Stefánsdóttir.  Við bjóðum þessa yngstu nemendur skólans sérstaklega velkomna og vonum að þeim eigi eftir að líða vel hjá okkur. Hérna má sjá myndir af nemendum fyrstu bekkjanna ásamt kennurum og skólastjóranum.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is