Skólaslit og útskrift 10. bekkjar

11.6.2015

Í gær lauk skólaárinu með útskrift nemenda í 10. bekk og skólanum var formlega slitið þetta árið. Athöfnin fór fram í hátíðarsal skólans og síðan var boðið upp á veitingar í íþróttasal skólans.

Við vorum við að kveðja einstaklega skemmtilegan og samhentan hóp nemenda í gær. Að sjálfsögðu verður þeirra sárt saknað,  en við óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.

Við athöfnina flutti  hljómsveit skipuð fimm nemendum úr 10. bekk tvö lög og Eydís Anna Sigurðardóttir lék einleik á píanó.

Fyrir hönd útskriftarnemenda flutti Hrafnhildur Ragnarsóttir ávarp og Erla Ruth Harðardóttir flutti ávarp fyrir hönd foreldrafélags skólans.

Veitt voru verðlaun fyrir besta námsárangur í einstökum námsgreinum og fyrir hæstu meðaleinkunn.

Í lokin stigu allir nemendur í 10. bekk á svið og sungu fyrir gesti. Þegar athöfninni í hátíðarsal lauk var boðið upp á veitingar í íþróttasal skólans.

Athöfnin var einstaklega góð í alla staði, hátíðleg, létt og skemmtileg og einlæg.

Við óskum útskriftarnemendum okkar og fjölskyldum þeirra til hamingju með áfangann.

Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni.

Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is