Heimsókn í Seðlabankann

22.5.2015

Nemendur í fjármálastjórnun (valgrein) heimsóttu Seðlabankann og fengu mjög góða kynningu á hlutverki hans, hagkerfinu og íslensku krónunni í ýmsum útgáfum. Það kostar t.d. 3 kr. að slá 1 kr. og 29 kr. að prenta 10.000 kr. seðil. Til að fá vinnu í Seðlabankanum er best að vera með hagfræði-, lögfræði- eða viðskiptafræðimenntun.  Nemendur voru virkir í fyrirspurnum og umræðum og í alla staði skóla sínum til sóma.  Við fengum að skoða bygginguna en því miður var Már upptekinn vegna Icesave málsins. Við þökkum Stefáni  Jóhanni Stefánssyni kærlega fyrir góða leiðsögn og veitingar.

Hér má sjá myndir frá heimsókninni

Hér er slóð í frétt Seðlabankans um heimsókn okkar.

http://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2015/05/19/Ahugasamir-skolakrakkar-i-heimsokn-i-Sedlabankanum


 

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is