Stóra upplestrarkeppnin

24.2.2015

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Víðistaðaskóla var haldin hátíðleg á sal skólans í morgun, hátíðinni stjórnaði Gyða Gunnarsdóttir, íslenskukennari.  Hátíðin hófst á því að Skólalúðrasveit Víðistaðaskóla lék tvö lög undir stjórn Vigdísar Klöru.  Þess ber að geta að gestir á sal skólans voru til fyrirmyndar og studdu keppendur með því að gefa gott hljóð allan tímann.Níu fulltrúar úr bekkjunum lásu upp á hátíðinni en það voru þau Þorfinnur Ari Baldvinsson, Björgvin Skúli Einarsson, Sunna Dís Heitmann, Eygló Ylfa Jóhannesdóttir, Áróra Friðriksdóttir, Sveinn Ingi Gylfason, Víoletta Ósk Agnarsdóttir, Una Rán Tjörvadóttir og Þórdís Gyða Jóhannsdóttir.  Öll stóðu sig með prýði og lásu fallega, ljóst var að valið var erfitt hjá dómnefndinni.  Í dómnefnd voru: Guðríður Óskarsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Setbergsskóla, Sigrún Reynisdóttir, íslenskukennari og Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla.   Á meðan dómararnir réðu ráðum sínum kom Stefán Helgi Stefánsson og stjórnaði fjöldasöng.Að lokum voru úrslitin ljós og fulltrúar Víðistaðaskóla í Stóru upplestrarkeppninni í Hafnarborg verða: Eygló Ylfa Jóhannesdóttir og Una Rán Tjörvadóttir eru fulltrúar Víðistaðaskóla.Þorfinnur Ari Baldvinsson verður varamaður.   Við óskum þeim til hamingju með frábæra frammistöðu og velgengni í keppninni í Hafnarborg.  Við erum stolt af fulltrúum okkar og hlökkum til að fylgjast með þeim áfram.  

Hér má sjá myndir frá upplestrarkeppninni.

Takk fyrir góða stund.

 Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is