Fyrirlestur um netnoktun unglinga

10.2.2015

S.l. þriðjudag var haldinn fyrirlestur um netnotkun unglinga í Gaflaraleikhúsinu. Það voru foreldrafélög grunnskólanna í Hafnarfirði sem stóðu fyrir þessu framtaki. Þeir Óli Örn Atlason uppeldis- og menntunarfræðingur  og Eyjólfur Örn Jónsson   sálfræðingur fluttu erindi um netnotkun unglinga. Gaflaraleikhúsið flutti líka brot úr leikritinu Konubörn við þetta tækifæri.

Óli Örn Atlason var svo almennilegur og lét okkur hafa úrdrátt úr fyrirlestri sínum sem gagnast getur okkur foreldrum að rata í þessum frumskógi og þökkum við honum mikið vel fyrir það.  Hér er tengill á skjalið.

Hjálpum börnum okkar að feta sig á vegi netsins eins og við gerum á öðrum vegum lífsins.

Með kveðju

Stjórn Foreldrafélags Víðistaðaskóla[1]


 

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is