Jólabingó nemenda

Nemendaráð og 10. bekkur í Víðistaðaskóla héldu jólabingó til að safna fyrir bágstadda

11.12.2014

Miðvikudaginn 10. desember hélt nemendaráð Víðistaðaskóla, ásamt nemendum í 10. bekk jóla-bingó fyrir alla í matsal skólans. Mikill fjöldi mætti og jólasveinarnir höfðu tíma til að líta inn og taka þátt.

Í desember er nemendum hugsað til þeirra sem minna mega sín og vildu þeir leggja sitt af mörkum fyrir þá. Nemendur voru duglegir að safna vinningum og stóðu vel að öllum undirbúningi og unnu vel saman.

Jólabingóið heppnaðist sérlega vel í ár. Það söfnuðust um 170.000 kr og tók séra Halldór Reynisson við ágóðanum og mun hann sjá um að koma honum til þeirra sem þess þurfa. Peningarnir eiga eftir að koma sér vel.

Viljum við koma á framfæri þökkum til allra sem styrktu þetta góða málefni með vinningum, þátttöku og aðstoð. Hlökkum til að endurtaka leikinn að ári.

Jólakveðjur frá nemendum í Víðistaðaskóla

Hér eru fleiri myndir frá bingóinu


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is