Nemendur í 10. bekk fá fræðslu um fjármál

29.11.2016

„Við vorum bara mjög ánægð með krakkana, þau unnu vel og komu fram með fínar lausnir“ segir Kristín Lúðvíksdóttir hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Í vikunni fengu allir nemendur í 10. bekk fræðslu um fjármál og nefndist námskeiðið fjármálavit. Tekin voru fyrir atriði eins og traust fjármál og skilningur á launaseðlinum o.fl. Þá var og rætt um mikilvægi þess að setja sér skýr markmið. Unnu nemendur saman í hópum að viðstöddum leiðbeinendum frá Samtökum fjármálafyrirtækja. 

„Ef við náum að ýta aðeins við þeim varðandi eigin fjármál þá erum við í  raun búin að ná markmiðinu með heimsókninni“ segir Kristín.

Myndirnar sem fylgja hér með voru teknar við þetta tækifæri. 

IMG_0802IMG_0793IMG_0803IMG_0805IMG_0797

-/SIR


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is