Náttúrufræði í 8. bekk

Nemendur í 8. bekk eru að læra um samspil manns og náttúru þessa dagana.

16.11.2018

Nemendur í 8. bekk eru að læra um samspil manns og náttúru þessa dagana. Að mörgu er að huga í þeim efnum, m.a. umgengni í skólanum og í nánasta umhverfi, flokkun á rusli, endurnýting og ekki hvað síst virðing og þekking á náttúrunni. 

Nemendur í 8. MG fóru út og kynntu sér lífið í Djúpaskógi sem er fyrir neðan Víðistaðaskóla. Nú er haust í skóginum og vistkerfið tekur sér hvíld yfir veturinn. Ýmislegt fróðlegt fannst og var tekið með inn í stofu og skoðað nánar.

8.-MGIMG_73818.-MG-vidsja-r


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is