Kristófer Baldur sigraði í smásagnasamkeppninni

17.3.2017

Á Degi íslenskrar tungu, 16 nóvember síðastliðinn  var blásið til smásagnasamkeppni grunnskólanna í Hafnarfirði. Nemendur áttu að semja sögu og fengu tvo möguleika á byrjun sem þeir áttu að velja á milli sem upphaf sögunnar.

Verðlaun fyrir þrjár bestu sögurnar voru síðan afhent á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarborg 7. mars síðastliðinn. 

Fyrstu verðlaun hlaut Kristófer Baldur Sverrisson í 10. SHS Víðistaðaskóla fyrir söguna Jói. Önnur verðlaun hlaut Valur Áki Svansson í 8. MS Víðistaðskóla fyrir söguna Gítarleikararnir tveir. Þriðju verðlaun hlutu tveir nemendur og annar þeirra var úr Víðistaðaskóla; Nói Barkarson 8. SR með söguna Dagur í lífi hans.

Við óskum þeim öllum til hamingju með sigurinn.

Smasogur-allir2

Fyrstu verðlaun hlaut Kristófer Baldur Sverrisson (þriðji frá vinstri) í 10. SHS Víðistaðaskóla fyrir söguna Jói. Önnur verðlaun hlaut Valur Áki Svansson (fyrir miðju) í 8. MS Víðistaðskóla fyrir söguna Gítarleikararnir tveir. Þriðju verðlaun hlutu tveir nemendur og annar þeirra var úr Víðistaðaskóla; Nói Barkarson (annar frá vinstri) í 8. SR með söguna Dagur í lífi hans.


-/ SIR


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is