Kennari í íslensku sem öðru máli

8.2.2018


Víðistaðaskóli auglýsir eftir kennara í íslensku sem öðru máli

 

Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum við Hrauntungu og í Engidal. Leiðarljós skólastarfsins eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta sem birtist í öllu starfi skólans. Í skólanum er lögð áhersla á skóla án aðgreiningar og er nám einstaklingsmiðað þannig að hver nemandi fái námsefni og kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur. Unnið er eftir SMT skólafærni. Skólinn er grænfánaskóli og er lögð áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er metnaðarfullt starf með áherslu á skólaþróun og fjölbreytta kennsluhætti.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Áhersla er lögð á markvissa kennslu í íslensku sem öðru máli
 • Styðja við móðurmál nemenda
 • Kennslu í námstækni og menningarfærni
 • Aðstoð við aðlögun að íslensku samfélagi.

 

Hæfniskröfur

 • Kennsluréttindi í grunnskóla
 • Mikill áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
 • Reynsla af kennslu í grunnskóla og/eða kennslu íslensku sem annars tungumáls mjög æskileg
 • Frumleiki og sjálfstæði.
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Víðtæk tungumálakunnátta æskileg.
 • Lipurð og jákvæðni í samskiptum.
 • Faglegur metnaður og sveigjanleiki í starfi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar nk.

 

Upplýsingar um starfið veitir Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri í síma 6645890, hronn@vidistadaskoli.is.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is