Göngum í skólann

6.9.2016

DSC04591Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann hefjist í tíunda sinn. Verkefnið verður sett miðvikudaginn 7. september og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. 
Hreiðar Gíslason íþróttakennari og einn af þeim sem sæti á í heilsuteymi skólans segir markmið verkefnisins vera að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. „Við munum senda bréf til allra forráðamanna/foreldra þar sem við segjum frá verkefninu og hvetjum heimilin til að taka þátt í þessu með okkur“ segir Hreiðar.

-/sir


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is