Gjaldfrjáls skóli í Hafnarfirði

19.7.2017

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti í dag að greiða fyrir skólagögn allra grunnskólabarna. Fræðsluráð leggur til að frá og með komandi hausti muni Hafnarfjarðarbær útvega grunnskólanemendum námsgögn, þ.e ritföng og stílabækur, þeim að kostnaðarlausu.

Áætlaður kostnaður er um 20 milljónir króna. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar og viðauka við fjárhagsáætlun 2017. Með þessu stuðlar Hafnarfjarðarbær að frekari jöfnuði, minnkuðu kolefnaspori og minni sóun. Auk þess sem hagkvæmni næst í innkaupum og mögulega hagkvæmni í kennslustofunni. Foreldrar þurfa þá aðeins að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði og skriffærum til notkunar heima.


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is