Gáfu Rauða krossinum fatnað

12.9.2016

4 Fyrsti bekkur BB og HSH ákváðu í liðinni viku að taka þátt í góðgerðaviku skátanna. Fóru þau því með fatnað að heiman og afhentu Rauða krossinum.  Vildu þau með því færa þeim hjálp sem þyrftu á fatnaði að halda. Fulltrúar Rauði krossins voru mjög ánægðir með þetta framtak barnanna sem fengu við þetta tækifæri fróðleik um Rauða krossinn.
Í leiðinni var komið við á Bókasafni Hafnarfjarðar og lesin saga um góðverk í tilefni af því að þennan dag var dagur læsis, 8. september.

Myndirnar sem hér fylgja með eru teknar við þessi tækifæri. 

2

3


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is