Fræðsla fyrir nemendur í 8.-10.bekk í félagsmiðstöðinni Hrauninu

Næsta föstudag, þann 3. febrúar verður fræðsla í félagsmiðstöðinni Hrauninu.

1.2.2017

Fræðslan er um sjálfsmynd - samfélagsmiðla  og samskipti kynjanna.
Það verður snakk og gos í boði Hraunsins og svo er opið í íþróttasalnum eftir fræðsluna, hægt að taka smá sprikl í salnum fyrir helgina. Húsið opnar kl 19:30 en fræðslan hefst á slaginu 20:00.
 

Smá upplýsingar um fræðsluna:
"Fræðslan sjálf skiptist í þrjá hluta, í fyrsta hluta fjöllum við um sjálfmyndina og vekjum þau til umhugsunar hvað það sé nákvæmlega sem þau stjórnast af. Við ræðum einnig kynhneigð og kynvitund og muninn á þessu tvennu og útskýrum allskonar hugtök sem oft verða fyrir ákveðnum fordómum vegna fáfræði. Í öðrum hluta förum við vel yfir hvaða áhrif fjölmiðlar og samskiptamiðlar hafa á okkur og tökum dæmi úr netheiminum. Við förum vel yfir notkun samfélagsmiðla eins og facebook, instagram, snapchat  svo dæmi séu tekin og ræðum um dekkri hliðar þeirra og minnum þau á að netið gleymir engu. Lokahlutinn á fræðslunni er síðan í megindráttum um kynheilbrigði, kynlíf, klám og hvernig það síðastnefnda getur haft óheilbrigð áhrif á samskipti kynjanna. Við ræðum á opinskáan hátt um mýtur, pressuna sem fylgir unglingsárunum og hvers vegna það ætti ekki að nota klám sem mælitæki á heilbrigt kynlíf. Við hvetjum þau til að ræða alla þessa hluti á opinskáan hátt og leggjum áherslu á að þau séu samkvæm sjálfum sér. Í gegnum alla fræðsluna erum við dugleg að styðjast við myndir, reynslusögur ungs fólk og notum við skemmtileg fræðslumyndbönd til að brjóta upp fræðsluna."
Fokk me - fokk you er með facebook síðu - endilega kíkið á hana hér.

Einnig er miðasala fyrir grunnskólahátíðina hafin en hægt er að kaupa miða á eftirfarandi tímum:

miðvikudagur 1. febrúar kl 19:30-22:00 (miðasala í Hrauninu)

föstudagur 3. febrúar kl 19:30-22:00 (miðasala í Hrauninu)

Mánudagur 6. febrúar kl 12:00-12:50 (miðasala í Bólinu) og svo 17:00-22:00 (miðasala í Hrauninu)

Þriðjudagur 7.febrúar LOKA-MIÐASALA 12:00-12:50 (miðsala í Bólinu)

 

 

 

 


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is