Foreldrasamráðsdagur

29.1.2019

Fimmtudagurinn 31. janúar er foreldrasamráðsdagur og því ekki hefðbundinn skóladagur. Ætlast er til að nemendur komi með foreldrum til samráðsins. 

Frístundaheimilin verða opin fyrir þá sem þar eru skráðir.

Eins og venja er verða nemendur í 10. bekk með kaffisölu og ágóðinn af henni rennur í ferðasjóð fyrir útskriftarferð 10. bekkinga í vor.

Einnig verða endurskinsmerki með merki Víðistaðaskóla til sölu og fer ágóðinn af þeirri sölu í að bæta nemendaaðstöðu.

 

Með kærri kveðju

Stjórnendur og kennarar Víðistaðaskóla


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Engidalur| Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is