Ferðin á Reyki tókst einstaklega vel

10.9.2016

Sigurv-hargreidslaNemendaferð 7. bekkja á Reyki í Hrútafirði tókst frábærlega. Þetta segir Hrönn Ásgeirsdóttir kennari sem ásamt fleiri kennurum fór með í ferðina.  Um var að ræða árlega vikuferð 7. bekkja og fóru 58 nemendur úr Víðistaðaskóla auk kennara. Á sama tíma voru í skólabúðunum nemendur úr Árskóla á Sauðárkróki .  „Það var margt skemmtilegt brallað og krakkarnir voru hæstánægðir með dvölina og ekki skemmdi að við fengum dásamlegt veður” segir Hrönn. Meðal atburða var keppni í borðtennis og gátu þeir sem vildu keppt í því. Einnig var keppt í hárgreiðslu og snyrtingu og voru strákarnir módel. Sigurvegarinn var nemandi úr Víðastaðaskóla en þær sem greiddu honum og snyrtu voru stelpur af Króknum (sjá fyrstu mynd). Annars lögðu starfsmenn skólabúðanna áherslu á að allir væru í sama liði og það yrði ekki keppni á milli skólanna segir Hrönn Ásgeirsdóttir í samtali við  fréttavefinn.

Á myndunum gefur að líta svipmyndir frá ferðinni.

Sigurv-bordtennisSigurvegarar í borðtennis


Hrutafjordur-gott-vedurVeðurblíðan var einstök
 

Allir7. bekkja nemendur Víðistaðaskóla
og Árskóla 


-/sir


Víðistaðaskóli | Víðistaðatún Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Sími 595 - 5800 | Netfang vidistadaskoli@vidistadaskoli.is